Thursday, October 11, 2012

ÞÍN VERSLUN Seljabraut

Núna þegar keppnisferðir hjá yngriflokkum út á land eru að fara af stað langar okkur til að benda á að Símon í Þína Verslun á Seljabraut er með góðan afslátt fyrir barna og unglingaflokka ÍR Handbolta.   Hafið samband við Símon og hann gerir mjög vel við ykkur, bæði verðlega og þjónustulega séð!  Þín Verslun Seljabraut er aðalstyrktaraðili Barna og unglingastarf ÍR Handbolta.

 

FACEBOOK síða Þín Verlun Seljabraut

Monday, September 17, 2012

ÍR Handbolti #16 - Hin Hliðin Kristófer Fannar Guðmundsson

Fullt nafn: Kristófer Fannar Guðmundsson

Gælunafn: Kristó Sambó er það nýjasta

Aldur: 20 ára að slefa í 21 árs

Þyngd: 97 kg

Hæð: 192 cm

Skóstærð: 47

Treyjunúmer: 16

Uppeldisfélag: Afturelding
  Titlar með yngri flokkum: Íslands- og deildarmeistari í 6. flokki karla

Grunnskóli/ menntaskóli:    Lágafellsskóli/ Verzlunarskóli Íslands / Laganemi við Háskólann í Reykjavík






Í hverju varstu/ertu bestur í skóla: Íslensku

Í hverju varstu/ertu verstur í skóla: Eðlisfræði



Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 17 ára

Lið sem þú hefur spilað með á ferlinum: Afturelding og ÍR




Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Selfoss



Erfiðasti andstæðingurinn á ferlinum: Ég sjálfur held ég bara



Besti samherjinn á ferlinum: ÍR liðið í fyrra og þeir strákar sem maður ólst upp með í þessu sporti




Hvernig er best að pirra andstæðinginn:  Með því að vinna hann



Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik: Eftir að Bjöggi kynnti mér fyrir laginu Games people play með Inner Circle hefur það verið nokkuð vinsælt upp á síðkastið



Uppáhalds hljómsveit/tónlistarmaður: Mumford and Sons og Coldplay


Hvað er skemmtilegast að gera á æfingu: Skotkeppni við útispilarana

Verst klæddi samherjinn: Við erum allir helviti flottir í tauinu

Best klæddi samherjinn: Stulli kemur þar sterkur inn, er með nýjustu tískustrauma alveg á hreinu



Jókerinn í hópnum : Það er hann Binni, engin spurning

Uppáhalds NFL lið : Ég er ekkert inn í NFL en eigum við ekki bara að segja New England Patriots



Uppáhalds NBA lið: Hélt nú alltaf upp á Chicago Bulls á sínum tíma með Michael Jordan og Scottie Pippen í fararbroddi en nú er það Boston Celtics.



Uppáhalds lið í þýsku Bundesligunni: Verð að segja THW Kiel



Uppáhalds drykkur: Vatn









Uppáhalds matur: Hreindýr



Besti skyndibitinn: Saffran

Besta bíómyndin: Drive og Green Mile



Ertu PC eða Mac: PC

Mottó : Mesta áhættan er að taka aldrei áhættu
Ertu „thinker“ eða „dúer“ : Klárlega dúer

 

Tuesday, September 4, 2012

ÍR HANDBOLTI #22 – HIN HLIÐIN - JÓN HEIÐAR GUNNARSSON

Fullt nafn: Jón Heiðar Gunnarsson  

Gælunafn: Nonni  sprengja/Johnny drama


Aldur: 31
 
Þyngd: 97 kg

Hæð: 192

Skóstærð: 45

Treyjunúmer: 22

Uppeldisfélag: Byrjaði minn íþróttaferil með ÍR en spilaði upp alla yngri flokka í HK

Titlar með yngri flokkum: Unnum þónokkra framan af en liðið mitt setti síðan íslandsmet í því að lenda í fjórða sæti þegar við komum í 2. og 3. flokk.

Skóli: Breiðholtsskóli og Digranesskóli (heitir núna Álfhólsskóli).

Í hverju varstu bestur í skóla: Gekk bara nokkuð vel í öllu

Í hverju varstu verstur í skóla: Sama svar og í síðustu spurningu

Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Var ca. 16 ára.

Lið sem þú hefur spilað með á ferlinum:  HK, ÍR, Stjarnan, FH og Pays d'Aix handball club (Frakklandi)


Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Breiðablik

Erfiðasti andstæðingurinn á ferlinum: Lendi ávallt í vandræðum með stóru tánna á vini mínum Björgvini Gústavssyni enda veit hann betur heldur en ég sjálfur hvert ég kem til með að skjóta boltanum.


Besti samherjinn á ferlinum: Vil ekki starta heimstyrjöld á milli allra þessara frábæru samherja sem ég hef átt í gegnum tíðina með því að velja einhvern einn út. Það er samt á hreinu að það besta við íþróttaiðkun er allt það frábæra fólk sem maður kynnist á leiðinni.

Hvernig er best að pirra andstæðinginn: Með því að spila betur heldur en hann

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik: Hljómsveitir á borð við Skálmöld, Rammstein og Muse sjá um það ásamt  gömlum melódískum rokk ballöðum og tónlist úr Rocky-kvikmyndunum.

Uppáhalds hljómsveit/tónlistarmaður : Jimi Hendrix, Bob Marley, Led Zeppelin, Nick Cave…..ég á stórt plötusafn, listinn er endalaus.

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingu: Spila handbolta…..allavegna alls ekki að spila fótbolta.

 


Verst klæddi samherjinn:
Máni þegar hann er í svörtum sokkum

Best klæddi samherjinn: Máni þegar hann er í hvítum sokkum






Jókerinn í hópnum : Klárlega Moggi Moggason a.k.a. Binni, held bara að hann sé flippaðasti gaur sem ég þekki.

Uppáhalds NFL lið : Dallas Cowboys

Uppáhalds NBA lið: Mínir men voru alltaf David Robinsson og Michael Jordan og því eru það Chicago Bulls og San Antonio 

Uppáhalds lið í þýsku Bundesligunni: Kiel er náttúrlega bara í sérflokki

Uppáhalds drykkur: Heimalagað orku boozt með öllu tilheyrandi

Uppáhalds matur: Hvítlauksbaðaðir sniglar

Besti skyndibitinn: Saffran og Serrano, hollt og gott

Besta bíómyndin: Maður er aldrei of gamall fyrir Forrest Gump

Ertu PC eða Mac: Er orðinn maccari í seinni tíð.

Mottó :  Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari

Ertu „thinker" eða „dúer" : Ég vil meina að ég nái að fullkomnu jafnvægi þarna á milli,
hlutlaust mat.



Thursday, August 30, 2012

ÍR-Þróttur í Reykjavíkurmótinu fimmtudaginn 30. ágúst kl 18.00 Austurbergi

 


ÍR tekur á móti Þróttr í Rekjavíkurmótinu n.k. fimmtudag kl 18.00 upp í Austurbergi. Allir að mæta og hvetja strákana áfram. Frítt inn.

Saturday, March 10, 2012

ír leikur


Meistaraflokkur karla fær ÍBV í heimsókn laugardaginn 10. mars kl.14:00 í Austurberg. ÍR er á toppi deildarinnar með 23 stig og strákarnir okkar ætla að taka öll stigin sem eftir eru í pottinum og því
ljóst að hart verður barist í Austurbergi. Við vitum hvert við ætlum og hvað við getum fengið, fjölmennum því öll sem eitt á pallana í Austurbergi og styðjum okkar lið. ÁFRAM ÍR !!!

Frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

Thursday, February 23, 2012

Ný Facebook síða hjá ÍR Handboltanum

Ný Facebook síða hjá ÍR Handbolta þar sem inni eru fullt af nýjum og gömlum myndum frá öllum flokkum ÍR Handbolta, helstu fréttir og tilkynningar um næstu leiki, GameDay Grill og margt annað skemmtilegt.
Við hvetjum alla til að vera vinir okkar, merkja sig inn á myndir og endilega deilið þessari síðu á ykkar vini og biðjið þá um að smella á "LIKE" þegar þeir komið inn á hana.
Koma Svo ÍR-ingar, markmiðið er 1000 vinir fyrir næsta leik meistaraflokks !!!
Vertu vinur ÍR Handbolta á Facebook