Monday, September 17, 2012

ÍR Handbolti #16 - Hin Hliðin Kristófer Fannar Guðmundsson

Fullt nafn: Kristófer Fannar Guðmundsson

Gælunafn: Kristó Sambó er það nýjasta

Aldur: 20 ára að slefa í 21 árs

Þyngd: 97 kg

Hæð: 192 cm

Skóstærð: 47

Treyjunúmer: 16

Uppeldisfélag: Afturelding
  Titlar með yngri flokkum: Íslands- og deildarmeistari í 6. flokki karla

Grunnskóli/ menntaskóli:    Lágafellsskóli/ Verzlunarskóli Íslands / Laganemi við Háskólann í Reykjavík


Í hverju varstu/ertu bestur í skóla: Íslensku

Í hverju varstu/ertu verstur í skóla: EðlisfræðiHvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 17 ára

Lið sem þú hefur spilað með á ferlinum: Afturelding og ÍR
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: SelfossErfiðasti andstæðingurinn á ferlinum: Ég sjálfur held ég baraBesti samherjinn á ferlinum: ÍR liðið í fyrra og þeir strákar sem maður ólst upp með í þessu sporti
Hvernig er best að pirra andstæðinginn:  Með því að vinna hannHvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik: Eftir að Bjöggi kynnti mér fyrir laginu Games people play með Inner Circle hefur það verið nokkuð vinsælt upp á síðkastiðUppáhalds hljómsveit/tónlistarmaður: Mumford and Sons og Coldplay


Hvað er skemmtilegast að gera á æfingu: Skotkeppni við útispilarana

Verst klæddi samherjinn: Við erum allir helviti flottir í tauinu

Best klæddi samherjinn: Stulli kemur þar sterkur inn, er með nýjustu tískustrauma alveg á hreinuJókerinn í hópnum : Það er hann Binni, engin spurning

Uppáhalds NFL lið : Ég er ekkert inn í NFL en eigum við ekki bara að segja New England PatriotsUppáhalds NBA lið: Hélt nú alltaf upp á Chicago Bulls á sínum tíma með Michael Jordan og Scottie Pippen í fararbroddi en nú er það Boston Celtics.Uppáhalds lið í þýsku Bundesligunni: Verð að segja THW KielUppáhalds drykkur: Vatn

Uppáhalds matur: HreindýrBesti skyndibitinn: Saffran

Besta bíómyndin: Drive og Green MileErtu PC eða Mac: PC

Mottó : Mesta áhættan er að taka aldrei áhættu
Ertu „thinker“ eða „dúer“ : Klárlega dúer

 

No comments:

Post a Comment