Sunday, June 8, 2014

Handboltaskóli ÍR

Minnum á handboltaskóla ÍR sem byrjar á þriðjudaginn! 

Tveggja vikna handboltanámskeið fyrir krakka fædd 2004-1997. Æfingar standa yfir í tvær klukkustundir dag hvern og fara fram í íþróttahúsinu við Austurberg.

Skólastjóri er Sigurjón Björnsson(Sjonni)! Sjonni er hokinn af reynsu, en hann er íþróttafræðingur að mennt og hefur þjálfað handbolta í 6 ár, allt frá 6. Flokki upp í 3. Flokk. Sjonni hefur spilað í meistaraflokki síðan 2006 og varð íslandmeistari með HK 2011 og bikar- og meistari meistarana með ÍR 2013. Sjonni er uppalinn ÍR-ingur og hefur alla sinn ferill leikið með ÍR utan tvö ár sem hann lék með HK. 

Takmarkaður fjöldi kemst að í hvort námskeið og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.

Námskeiðsvikur:
10.-24. júní
5.-18. ágúst

Æfingatímar og aldursflokkar:
10-12 ára(02-04) kl. 09:00-11:00
13-14 ára(01-00) kl. 11:30-13:30
15-16 ára(99-97) kl. 13:30-15:30

Verð: 14.500 kr.
Skráning á www.ir.is

Nánari upplýsingar hjá starfsfólki ÍR í síma 587-7080

 

 

Tuesday, May 6, 2014

Eurovision eða Handbolt í kvöld ?

Eurovision eða Handbolt í kvöld ? Auðvelt val því þessir ÍR Pollar verða í Mýrinni kl. 19:30 þannig að við hvetjum alla til að mæta og sjá þá hala inn 12 stigum og tryggja sætið !! #handbolti #eurovision

ÍR Pollarnir - Diddi, Arnór, Danni og Jón

Tuesday, March 11, 2014

AÐALFUNDUR HANDKNATTLEIKSDEILDAR ÍR

Aðalfundur handknattleiksdeildar ÍR verður haldinn miðvikudaginn 19. mars n.k.

 

Fundartími: miðvikudaginn 19. mars 2013 kl. 19:30

Staður: ÍR heimilið í mjódd, 2. hæð

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.
3. Lesnir og skýrðir rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir síðasta almanaksár.
4. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
5. Kosinn formaður.
6. Kosnir aðrir stjórnarmenn og tveir stjórnarmenn til vara.
7. Kosnir fulltrúar og varafulltrúar á aðalfund félagsins.
8. Ákveðin æfingagjöld.
9. Önnur mál.

 

Við hvetjum allt áhugafólk um ÍR-handbolta að mæta og kynnast starfinu betur. Framboð hafa borist í allar stöður stjórnar en við hvetjum fólk til að íhuga að koma og taka þátt.

Kveðja Stjórnin

 

Thursday, February 27, 2014

Bikarhelgin - Pistill úr klefanum frá Bjarka Sig.

Sælir kæru ÍR-ingar - velkomin í  bikarhelgina okkar.

Við áttum stórkostlega "Final Four" bikarhelgi á síðasta ári þegar við lönduðum bikarnum. Þá var Höllin máluð blá að okkar hætti og stuðningurinn var frábær á báðum leikjum okkar enda slógum við aðsóknarmetið þá helgi.  

Nú ætlum við að endurtaka leikinn frá því í fyrra og taka þessa bikarhelgi með trompi,  því með ykkar stuðningi í stúkunni er fátt sem stöðvar okkur ÍR-inga.      

Við mætum mjög góðu liði Aftureldingar í undanúrslitunum á föstudeginum  28. Feb. kl. 17:15.    Afturelding hefur ekki tapað leik á þessu tímabili og eru strákarnir þar búnir að  slá út tvö  úrvalsdeildarlið á leið sinni í Final Four.     Þeir eru því sýnd veiði en ekki gefin,  enda er mjög  mikilvægt að fjölmenna á leikinn í ÍR-litunum og styðja okkur strákana í að komast í gegnum hann og  alla leið í úrslitaleikinn, sem verður síðan á laugardaginn kl. 16:00 gegn FH eða Haukum.

Undirbúningur hefur gengið vel í okkar herbúðum  og höfum við farið vel yfir það á video fundum hvernig andstæðingar okkar spila.     Okkar plan liggur því  ljóst fyrir enda eru leikmenn og skipulagið klárt.   

Strákarnir okkar mæta því fullir sjálfstrausts og tilhlökkunar í þessi verkefni sem býða okkar núna um helgina, og með ykkar stuðning og stemningu förum við alla leið og höldum bikarnum okkar í Breiðholti þar sem hann á heima.

Það er síðan okkar von að ÍR Handbolti  landi tveimur bikarmeisturum þessa helgi því Elli Ísfeld og strákarnir í 4.fl. ka.E hafa einnig tryggt sig inn í úrslitaleikinn í bikarnum og spila þeir við ÍBV kl. 14:30 á sunnudeginum í Höllinni.
Við óskum þeim góðs gengis og vitum að ÍR-ingar fjölmenna til að styðja þá líka. 

Sjáumst í Höllinni  
Áfram ÍR !!

Kv.
Bjarki Sig.

Friday, February 7, 2014

Við hvetjum foreldra til að taka myndir á mótum og koma þeim til þjálfara á USB lyklum.

Við hvetjum foreldra til að taka myndir á mótum núna um helgina hjá yngri flokkum okkar og koma myndunum síðan til þjálfara okkar á USB lyklum.  Þjálfarar koma myndunum síðan á vefstjóra ÍR Handbolta.   

 

Til gamans látum við tölfræði yfir skoðun á myndum á Facebook ÍR Handbolta Tímabilið  sep. 2013 - feb. 2014 fylgja með þar sem súla = fjöldi mynda skoðaður viðkomandi dag. 

 

Toppar í kringum mót hjá yngri flokkum sýna að myndir eru skoðaðar allt að 46þúsund sinnum á dag næstu daga eftir mótin hjá krökkunum.    Myndir frá þorrablóti voru skoðaðar 56 þús. sinnum pr.dag í 5 daga í röð.  Síðan er góður stígandi í myndaskoðun í feb. af myndum á mótum hjá 7.fl. , 6 fl. og 5.fl. en þá settum við einnig inn pósta á bloggsíður flokka um að myndir væru komnar inn á Facebook ÍR .

 

Mynd 1 - Verið vinir okkar á Facebook ÍR Handbolta - http://facebook.com/Handbolti

 

 

 

 

Thursday, February 6, 2014

Myndir komnar inn - Olís Deild 12. umferð ÍR - Haukar 30. jan. 2014.

Haukar sátu á toppi deildarinnar með 17 stig. ÍR voru í 6. sæti með 10 stig og hefðu með sigri geta sett pressu á toppliðin. Allt stefndi í skemmtilegan handboltaleik miðað við það hvernig okkar strákar spiluðu í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var þó eftir og hann varð okkur að falli eins og svo oft í vetur og niðurstaðan var á endanum okkur í óhag.

Einn áhorfandi komst ágætlega að orði þegar hann bað um að strákarnir tæku seinni hálfleik fyrst í næsta leik og myndu síðan enda á þeim fyrri og skila þannig vonandi sigri og 2 stigum í hús.

Vonandi verður honum að ósk sinni því við spilum í Kaplakrika í kvöld fim. 6.feb. kl. 19:30 og vonandi ná strákarnir sér á strik gegn FH,  enda voru seinustu stig okkar í Olís deild akkúrat gegn FH í Austurbergi 24.okt þegar við unnum þá með 1 marki 24-23 þannig að okkar von er að þeir endurtaki þann leik !

 

Mynd 1 - Smellið á mynd til að skoða myndaalbúm

 

Myndir má sjá á Facebook ÍR Handbolta