Haukar sátu á toppi deildarinnar með 17 stig. ÍR voru í 6. sæti með 10 stig og hefðu með sigri geta sett pressu á toppliðin. Allt stefndi í skemmtilegan handboltaleik miðað við það hvernig okkar strákar spiluðu í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var þó eftir og hann varð okkur að falli eins og svo oft í vetur og niðurstaðan var á endanum okkur í óhag.
Einn áhorfandi komst ágætlega að orði þegar hann bað um að strákarnir tæku seinni hálfleik fyrst í næsta leik og myndu síðan enda á þeim fyrri og skila þannig vonandi sigri og 2 stigum í hús.
Vonandi verður honum að ósk sinni því við spilum í Kaplakrika í kvöld fim. 6.feb. kl. 19:30 og vonandi ná strákarnir sér á strik gegn FH, enda voru seinustu stig okkar í Olís deild akkúrat gegn FH í Austurbergi 24.okt þegar við unnum þá með 1 marki 24-23 þannig að okkar von er að þeir endurtaki þann leik !
Mynd 1 - Smellið á mynd til að skoða myndaalbúm
Myndir má sjá á Facebook ÍR Handbolta
No comments:
Post a Comment