Wednesday, October 30, 2013

Skráðu þig á A-stigs dómaranámskeið hjá ÍR Handbolta 4.nóv. kl. 18:00 í Austurbergi

Vertu hluti af skemmtilegum félagsskap og taktu þátt í að efla starfið enn frekar hjá okkur.

Skráðu þig á A - stigs Dómaranámskeið hjá ÍR Handbolta fyrir 99' árg og eldri.

Dagsetning: Mánudaginn 4.nóv. kl. 18:00 til 20:30 Austurbergi.

Hvetjum sérstaklega foreldra til að skrá sig með börnunum sínum því þetta er frábær leið til að taka þátt í starfinu með þeim. 

 

Nú þegar erum við með 15 feðga/feðgina dómarapör í okkar röðum og þeim viljum við fjölga :)

Skráning > https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0ArXy0rqrXH8ZdElxNWlpQnExeXdUR0pGd01NanU2SXc#gid=1

 

Monday, September 9, 2013

Reykjavíkurmót yngri flokka (frétt HSÍ)

Hér að neðan má sjá skiptingu Reykjavíkurmóta en þau verða haldin í haust.

Niðurröðun mótanna er:

Flokkur

Mótshaldari

Tímas.

Leiktími

2.fl

13.-15. sept

2*25 min

3.fl kv

Valur

20.-22. sept

2*25 min

3.fl ka

Valur

20.-22. sept

2*25 min

4.fl kv

Víkingur

13.-15. sept

2*20 min

4.fl ka

ÍR

13.-15. sept

2*20 min

5.fl kv

Fylkir

13.-15. sept

2*10 min

(2*15 í úrslitum)

5.fl ka

Þróttur

13.-15. sept

2*10 min

(2*15 í úrslitum)

6.fl kv

KR

13.-15. sept

2*10 min

6.fl ka

Fram

13.-15. sept

2*10 min

 

Þar sem það eru 5 lið eða færri skal leika það í einum riðli. Ef það eru 6 lið eða fleiri skal leika mótið í 2 riðlum.

Úrslitahelgi verður svo haldin fyrir 4.-6. Flokk sunnudaginn 22.september í Laugardalshöll. Hvert félag verður úthlutað umsjón með leikjum þar.

Í 4.-6. Flokki skal leika eldra og yngra ár.

Monday, May 27, 2013

Handboltaskóli ÍR

Handboltaskóli ÍR verður haldin í Júní og ágúst fyrir krakka á aldrinum 11-16 ára ( árg 97-02). Skólastjórar verða Diddi og Stulli.

Handboltaskólinn verður frá 10-24 júni og kostar 14.500 kr og í ágúst verður hann frá 6-19 ágúst og kostar þá einnig 14.500 kr.

11-12 ára (01-02) Verða frá kl 09.00-11.00
13-14 ára (99-00) Verða frá kl 11.00-13.00
15-16 ára (97-98) Verða frá kl 13.30-15.30

Takmarkaður fjöldi í hverjum árgangi! Fyrstur kemur, fyrstur fær!

 

Wednesday, February 13, 2013

Skyldumæting í Austurberg í kvöld þegar við tökum á móti Haukum í 8-liða úrslitum

Við tökum á móti Haukum í 8 liða úrslitum Símabikars í kvöld mið. 13.feb. í Austurbergi kl. 19:00.    Það verður ekkert gefið eftir og er Fiskbúð Hólmgeris styrktaraðili að svaðalegu ljósashow fyrir leik sem byrjar kl. 18:50.   Þegar ljósashow fer í gang verður „Blackout „ í húsinu og tónlist sett í botn og „Stuðningsmannasveitin“ mun lemur trommurnar í takt við tónlistina.

 

Þetta verður hrikalegt , enda ætlum við ekki að gefa þumlung eftir, þar sem við ætlum okkur að fara í úrslitaleikinn í Símabikarnum, ná þar í bikar og drekkja honum í Breiðholtslaug til að halda í þá hefð sem „Leiknir“ kom af stað fyrr í vikunni.

 

Mætum tímanlega og góða skemmtun !!!

 

 

Við vekjum athygli á því að þar sem um bikarleik er að ræða gilda Aðeins A- og B-aðgönguskírteini frá HSÍ en hvorki C-kort né árskort ÍR þar sem innkoma á bikarleikjum skiptist á milli heimaliðs og aðkomuliðs samkv. reglugerðum HSÍ.