Minnum á handboltaskóla ÍR sem byrjar á þriðjudaginn!
Tveggja vikna handboltanámskeið fyrir krakka fædd 2004-1997. Æfingar standa yfir í tvær klukkustundir dag hvern og fara fram í íþróttahúsinu við Austurberg.
Skólastjóri er Sigurjón Björnsson(Sjonni)! Sjonni er hokinn af reynsu, en hann er íþróttafræðingur að mennt og hefur þjálfað handbolta í 6 ár, allt frá 6. Flokki upp í 3. Flokk. Sjonni hefur spilað í meistaraflokki síðan 2006 og varð íslandmeistari með HK 2011 og bikar- og meistari meistarana með ÍR 2013. Sjonni er uppalinn ÍR-ingur og hefur alla sinn ferill leikið með ÍR utan tvö ár sem hann lék með HK.
Takmarkaður fjöldi kemst að í hvort námskeið og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.
Námskeiðsvikur:
10.-24. júní
5.-18. ágúst
Æfingatímar og aldursflokkar:
10-12 ára(02-04) kl. 09:00-11:00
13-14 ára(01-00) kl. 11:30-13:30
15-16 ára(99-97) kl. 13:30-15:30
Verð: 14.500 kr.
Skráning á www.ir.is
Nánari upplýsingar hjá starfsfólki ÍR í síma 587-7080
Sunday, June 8, 2014
Handboltaskóli ÍR
Wednesday, May 7, 2014
Tuesday, May 6, 2014
Eurovision eða Handbolt í kvöld ?
Tuesday, March 11, 2014
AÐALFUNDUR HANDKNATTLEIKSDEILDAR ÍR
Aðalfundur handknattleiksdeildar ÍR verður haldinn miðvikudaginn 19. mars n.k.
Fundartími: miðvikudaginn 19. mars 2013 kl. 19:30
Staður: ÍR heimilið í mjódd, 2. hæð
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.
3. Lesnir og skýrðir rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir síðasta almanaksár.
4. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
5. Kosinn formaður.
6. Kosnir aðrir stjórnarmenn og tveir stjórnarmenn til vara.
7. Kosnir fulltrúar og varafulltrúar á aðalfund félagsins.
8. Ákveðin æfingagjöld.
9. Önnur mál.
Við hvetjum allt áhugafólk um ÍR-handbolta að mæta og kynnast starfinu betur. Framboð hafa borist í allar stöður stjórnar en við hvetjum fólk til að íhuga að koma og taka þátt.
Kveðja Stjórnin
Thursday, February 27, 2014
Bikarhelgin - Pistill úr klefanum frá Bjarka Sig.
Bjarki Sig.
Friday, February 7, 2014
Við hvetjum foreldra til að taka myndir á mótum og koma þeim til þjálfara á USB lyklum.
Við hvetjum foreldra til að taka myndir á mótum núna um helgina hjá yngri flokkum okkar og koma myndunum síðan til þjálfara okkar á USB lyklum. Þjálfarar koma myndunum síðan á vefstjóra ÍR Handbolta.
Til gamans látum við tölfræði yfir skoðun á myndum á Facebook ÍR Handbolta Tímabilið sep. 2013 - feb. 2014 fylgja með þar sem súla = fjöldi mynda skoðaður viðkomandi dag.
Toppar í kringum mót hjá yngri flokkum sýna að myndir eru skoðaðar allt að 46þúsund sinnum á dag næstu daga eftir mótin hjá krökkunum. Myndir frá þorrablóti voru skoðaðar 56 þús. sinnum pr.dag í 5 daga í röð. Síðan er góður stígandi í myndaskoðun í feb. af myndum á mótum hjá 7.fl. , 6 fl. og 5.fl. en þá settum við einnig inn pósta á bloggsíður flokka um að myndir væru komnar inn á Facebook ÍR .
Mynd 1 - Verið vinir okkar á Facebook ÍR Handbolta - http://facebook.com/Handbolti
Thursday, February 6, 2014
Myndir komnar inn - Olís Deild 12. umferð ÍR - Haukar 30. jan. 2014.
Haukar sátu á toppi deildarinnar með 17 stig. ÍR voru í 6. sæti með 10 stig og hefðu með sigri geta sett pressu á toppliðin. Allt stefndi í skemmtilegan handboltaleik miðað við það hvernig okkar strákar spiluðu í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var þó eftir og hann varð okkur að falli eins og svo oft í vetur og niðurstaðan var á endanum okkur í óhag.
Einn áhorfandi komst ágætlega að orði þegar hann bað um að strákarnir tæku seinni hálfleik fyrst í næsta leik og myndu síðan enda á þeim fyrri og skila þannig vonandi sigri og 2 stigum í hús.
Vonandi verður honum að ósk sinni því við spilum í Kaplakrika í kvöld fim. 6.feb. kl. 19:30 og vonandi ná strákarnir sér á strik gegn FH, enda voru seinustu stig okkar í Olís deild akkúrat gegn FH í Austurbergi 24.okt þegar við unnum þá með 1 marki 24-23 þannig að okkar von er að þeir endurtaki þann leik !
Mynd 1 - Smellið á mynd til að skoða myndaalbúm
Myndir má sjá á Facebook ÍR Handbolta
Tuesday, January 28, 2014
Mfl. kv. ÍR heimsókn á æfingu hjá 6.fl. kv.
Verð að hrósa stelpunum í mfl. kv. sem tóku sig til og mættu á æfingu hjá 6.fl. kv. til að kynna leikinn gegn Val næsta fim. kl. 18:00 og hvetja stelpurnar til að mæta
Stelpurnar mættu einnig með myndavél og sendu okkur þær myndir til að setja inn á FB, flott framtak sem ýtir undir áhuga og stemningu hjá yngri flokkum.
Við hvetjum alla til að mæta í Austurberg næsta fim. 30. jan á handboltaskemmtun sem hefst kl. 18:00 þegar Mfl. kv. tekur á móti Val og síðan í beinu framhaldi Mfl. ka. sem spilar við Hauka kl. 20:00
Myndir má sjá á Facebook ÍR handbolta
Thursday, January 16, 2014
Utandeild kv. ÍR - Stjarnan fim. 16.jan. kl. 20:45 Austurbergi
Skilaboð frá stelpunum í mfl. kv.
Hverjar eru þær, hvaðan koma þær, hvert eru þær að fara....
Við ÍR-drottningarnar erum að fara bjóða ykkur öllum uppá æsispennandi, sjokkerandi og besta leik sem hefur verið spilaður í íslenskum kvennahandbolta. Það kemst enginn upp með að láta þennan leik framhjá sér fara svo það er ekkert annað í stöðunni en að mæta eiturhress með vel hvíldar hendur og raddir fyrir leikinn.
Við viljum ekki sjá sem flesta heldur viljum við sjá ALLA ÍR-inga mæta á fimmtudaginn þann 16.janúar klukkan 20:45 uppí Austurberg og gefa okkur alla þá hvatningu sem þið eigið og hjálpið okkur að KLÁRA þennan leik!!
Fyrirfram þökk fyrir stuðninginn
p.s meistaraflokkur karla mun sækja ykkur ef þið þykist ekki geta komið - that is a promise